FÖSTUDAGAR

Hér í Ramallah er mikið að gera á Fimmtudögum,af hverju?Jú Föstudagar eru frídagar hjá Muslimum,svo það er fjör á markaðinum,allir að ná sér í vistir fyrir vikunna og eitthvað gott fyrir Föstudaginn sem er eins og hjá okkur sem sækjum messu á Sunnudögum...


Það er samt soldið erfitt að átta sig á frídögum hér því Muslimar og Gyðingar og Mótmælendur hafa sinn hvern daginn sem þeir halda heilagann.Hér í Ramallah er þetta nokkuð klárt hér búa mest Muslimar en í t.d.Jerusalem vandast málið,því það er kannski ekki gott að átta sig á hver tilheyrir hvaða trú,er þessi skóbúð kannski í eigu Gyðinga eða Muslima eða er messa á Sunnudaginn?

Við þurfum ekki að fara neitt til að heyra orð Allah,það eru Moskur hér um allt og þar sem er Moska þar er turn og þar eru gjallarhorn sem orð Allah streyma út um,það vill svo vel til að ein slík er hér rétt hjá,og það er byrjað um 4 á nóttinni og svo reglulega yfir daginn svona fimm sinnum í allt.Sem betur fer þarf sá er les ekki að vakna svona snemma,því þetta er af bandi, svo maður fer rólegur að sofa aftur í þeirri vissu að lesarinn er vel sofinn og hress heima hjá sér.

En svo eru stundum að virðist lesinn einhver aukaleg messa sem stendur lengi og er bara þægileg á að hlýða þó maður skilji ekki neitt í þeim góðu orðum sem lesin eru manni til sáluhjálpar.

Ekki eru allir Muslimar góðir Muslimar,þegar við tökum SERVÍS sem er blendingur af Strætó og Taxa,minni en Strætó stærri en Taxi,þá ítrekað reyna bílstjórarnir að láta okkur borga meira en á að gera,því það er bara eitt fast verð,en þegar við mótmælum þá reyna þeir aðeins meira,brosa svo bara því þeir eru jú ánægðir með hvað við erum orðnar mikið innfæddar....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Ég er ný komin heim frá UK, var að heimsækja Stíginn minn þar :) allt lítur voða vel út í Canterbury :)

Eru þið búnar að mæta í messu??

Ragnh.Rósa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:41

2 identicon

Hæ hæ héðan er allt gott reyndar rignir látlaust og því allur snjór á bak og burt. kv bbj

Bergþóra Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband