2.12.2008 | 10:09
JORDANÍA OG EGYPTALAND
Þetta var heilmikið ferðalag og við vorum í níu daga!Eina nótt í Amman Jordaníu tvær í Wadi Musa (Petru) þrjár í Nuweiba á Sínaí Skaga (snorklið) og svo þrjár nætur í Cairo (Pyramídar).
Mér finnst persónulega Snorklið standa upp úr en í Petru eru ótrúlegir litir og formin eru svo falleg sem náttúrann hefur mótað með vatni og vindum,svo eru Grafhýsi,Klaustur og Samkomusalir sem voru mótuð og grafinn út í mjúkan steininn af mannanna höndum svo skemmdi ekki að við komust á Múlhestbak
Ég var víst búinn að lýsa Snorklinu fyrir ykkur en bara aðeins að nudda ykkur upp úr því aftur, það var ROSALEGT...
Svo Cairo ótrúlega skítug borg,mikil mengun og maður var eins og gangandi seðlaveski!!! Maður gekk aldrei að uppsettu verði,alltaf að prútta,prútta og prútta,það var yfirleitt hægt að ná verðinu niður um 70% ef maður nennti því en sölumennirnir eru í betri þjálfun í prútti og hafa nógan tíma til að þvarga við túristanna
Pýramídarnir voru meira að segja minni en maður hélt að þeir væru og það var greinilega búið að prútta mikið með Sphinxin því hann var ekki sjón að sjá og greinilegt að höfundur Ástríks og Steinríks hefur ekki séð hann í eiginn persónu en það er rétt þetta með nefið það hefur brotnað af...
En úlfaldareið um svæðið var skemmtileg og skrítið að sjá hvað Cairo er kominn ótrúlega nálægt Pýramidunum,það liggur við að maður sjái inn í borðstofunna hjá fólki,en camelreið er ótrúlega lýjandi þannig að æfið ykkur á kastvökrum gæðingum áður en þið leggið upp í langferðir á camel...
Svo var tekinn rúta aftur á Sínaí Skagan til Taba og þar yfir landamærin til Eilat í Palestínu,svo til Jerusalem og hringnum lokað.
Athugasemdir
Sælar mæðgur
Gaman að sjá að þið skemmtið ykkur vel. Ég hef komið til Kairó og er hjartanlega sammála þér um skítinn og viðbjóðinn sem maður sá þar. Þetta er sú borg sem mér hefur liðið hvað verst í, einhvern veginn alveg öryggislaus og átti alltaf von á því versta, úff.
Ég fór á ljósasjóv sýningu við Sphinxinn og það var flott, svo þegar maður fór inn í pýramidana þá fékk ég nú eiginlega innilokunarkennd, súrefnislaust og þröngt, en ótrúlega gaman að hafa séð þetta allt saman.
Kær kveðja héðan úr vetrinum, snjór og frost, en jólaljósin kvikna nú hvert af öðru á bæjunum allt í kring.
Guðný og kó í Knarrartungu
Guðný í Knarrartungu (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:53
VÁ ég var að skoða myndirnar frá Rauðahafinu....kosý....
Svo verður að vera frænku meeting þegar þú kemur með myndashowi... eða sko alla vega áður en ég fer af landi brott
Ragnh.Rósa (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:05
Juuuu en bilað..... þetta verður nú ferð sem gleymist ekki neitt...
Hvað er svo langt í að þið komið á klakann aftur... ég er nebbla sammó fyrri ræðó manni.... að hafa frænkuhitting áður en hún flýr land
....
Ég er í þessu að passa 6-burana.. á bullandi sterum og læti... nýbúin í kasti mér var hent í MRI og allann pakkann þeir eru víst ekkert allt of ánægðir með að ég sé búin að fá 5 köst á árinu...
en svona er nú það... og ég hef nú verið að jafna mig rosalega vel eftir þetta allt saman...
Hlakkar til að fá að sjá þig og heyra ferðasögur... þetta virðist vera engin smá ævintýraferð....
Snorkl, Camelreiðtúr, Pyramýdar og Spinhxar... vó
Knossar til ykkar frá mér...
Berglind frænka (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.